Fréttir

Opið Karla- og kvennatölt Mána

Opið karla- og kvennatölt Mána

Opna karla- og kvennatölt Mána verður haldið í Mánahöllinni Mánagrund föstudaginn 18. mars og hefst keppni kl. 19:00. Boðið verður upp á eftirfarandi flokka:

Konur 3. flokkur – fegurðartölt, riðið upp á vinstri hönd.
Konur 2. flokkur – hægt tölt og fegurðartölt, riðið upp á vinstri hönd.

Konur 1. flokkur – hægt tölt, snúið við, hraðabreytingar og fegurðartölt.

Karlar 2. flokkur – hægt tölt og fegurðartölt, riðið upp á vinstri hönd.
Karlar 1. flokkur – hægt tölt, snúið við, hraðabreytingar og fegurðartölt.

 

Þema keppninnar er Glamúr og glæsileiki.

Aldurtakmark í keppni er 22 ár.

Skráningargjald er kr. 2500 á fyrstu skráningu en 2000 kr. eftir það. Til að skrá þarf að senda tölvupóst á mani@mani.is með upplýsingum um nafn á knapa og hestii sem og IS númer, tilgreina þarf keppnisflokk og upp á hvora hönd skal riðið (á við um 1. flokk). Skráning telst ekki gild nema greiðsla hafið borist. Síðasti skráningardagur er þriðjudagur 15. mars. Bankaupplýsingar: 0121-26-3873 kt. 690672-0229, vinsamlegast setjið nafn knapa í tilvísun.

Skráning verður einnig í reiðhöllinni þriðjudaginn 15. mars frá kl. 18:00-19:00.

Allir keppendur fara sjálfkrafa í lukkupott þar sem m.a. er hægt að vinna folatoll undir Spöl frá Njarðvík og Kjarna frá Þjóðólfshaga, járningu frá Högna Sturlusyni járningameistara, hestavörur frá Byko, gjafabréf á Kaffi DUUS, heyrúllu frá Melabergi og fleira skemmtilegt.

Gómsæt kjúkklingasúpa verður til sölu gegn vægu gjaldi sem og ýmislegt annað góðgæti.

 

Hlökkum til að sjá þig.

Kveðja,

Mótanefnd og Kvennadeild Mána