Fréttir

Tindfjallahringur

Tindfjallahringur

Ferðanefnd Mána auglýsir sumarferð sem farin verður dagana 23. til 27. júní.

Þetta verður lúxusferð líkt og síðasta sumar með meistarakokk innanborðs.

Riðinn verður svokallaður Tindfjallahringur. Ferðin hefst á Felli í Fljótshlíð þaðan sem riðið verður í Einhyrning, Hungurfit og Foss. Fararstjórinn ætlar að fara með okkur einhverjar skemmtilegar leiðir sem hann þekkir vel og býður jafnvel uppá Heklutár J

Gist er í skálum þar sem vel á að fara um alla. Í boði verða hestar fyrir þá sem þurfa eða ekki hafa hross. Þátttakendur koma sér og sínum sjálfir á staðinn.

Ferðin kostar 70.000 kr þar sem innifalið er gisting, fararstjórn, pláss og hey fyrir hestana og allur matur. 23 pláss eru í boði. Skráningu lýkur 18 maí og þá þarf að vera búið að greiða staðfestingagjaldið 35.000 kr. Skráning hjá Kristmundi í síma 8933191.

 

Þetta verður frábær ferð. Ekki missa af 😉

 

Birt með fyrirvara um smávægilegar breytingar.