Fréttir

Nefndarstörf


Kæru Mánafélagar.

Nú styttist í aðalfund og því komið að því að fá fólk í hin ýmsu nefndarstörf. Menn koma og fara og alltaf er vöntun á góðu fólki sem vill leggja félaginu lið. Það er gefandi og ánægjulegt að starfa að félagsmálum, kunningjahópurinn stækkar og áhuginn á hestamennslu eflist. Það er þörf á góðu fólki í eftirfarandi nefndir:

Reiðveganefnd

Reiðhallarnefnd

Mótanefnd

Æskulýðsnefnd

Skemmtinefnd

Ef þú hefur áhuga að leggja þitt af mörkum þá vinsamlegast sendu okkur línu á mani@mani.is eða hafa samband við Gunna formann í síma 860-5228.