Fréttir

Riðið til fjár

Önnur fjárreið vetrarins verður haldin laugardaginn 4. mars..
Skráning verður í Reiðhöll Mána sama dag milli kl. 09:00-11:00. Haukur verður á staðnum og heitt kaffi á könnunni.

Fjárreiðin er keppni í útreiðum þar sem keppendur þurfa að ríða ákveðna vegalengd sem næst tíma, sem er fyrfram búið að ákvarða en enginn veit hver er. Hér reynir á heppnina.

Keppendur sjá sjálfir um tímatöku sína og ræsingu og skila inn tíma sínum í framhaldinu á tímablað sem úthlutað er við skráningu.

Skila þarf inn tímum í sérútbúinn kassa sem staðsettur verður í Reiðhöll Mána.
Tekið er við tímum til kl. 18:00 á laugardaginn í Reiðhöll Mána, eftir það verður kassinn fjarlægður.

Nánari leikreglur og reiðleið verða kynntar keppendum við skráningu.
Skráningargjald er kr. 1000.- fyrir hvern hest, hægt er að skrá að hámarki þrjá hesta.

Greiða þarf með peningum við skráningu, ekki er tekið við greiðslukortum.
Sá keppandi sem næstur er þeim tíma sem ákveðinn var fyrir keppni hlýtur Mánalottóið sem saman stendur af skráningargjöldum allra keppanda.

Ungir sem aldnir geta tekið þátt.
Úrslit verða kunngjörð á heimasíðu hestamannafélagsins Mána; mani.is og á FB síðu félagsins.
Vonumst eftir góðri þátttöku í þessari nýung okkar.

Kær kveðja,
Mótanefnd