Fréttir

Að lokinni árshátíð

Kæru félagar

Fyrir hönd stjórnar og afmælisnefndar þakka ég þeim sem mættu á afmælisárshátíðina okkar sem fram fór síðastliðna helgi. Vel var mætt og sýndist mér flestir hafi skemmt sér vel.

Heiðraðir voru með gullmerki á hátíðinni þeir stofnfélagar Mána sem enn eru starfandi með félaginu. Það eru þeir Arnoddur Tyrfingsson, Viðar Jónsson, Maríus Gunnarsson, Ólafur Gunnarsson og Sigurður Vilhjálmsson.

Mána voru gefnar nokkrar gjafir. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar gaf 150þúsund krónur til æskulýðsstarfs félagsins. Sprettarar gáfu okkur styttu af hestshaus og er rituð limra á styttufótinn. Brimfaxi gaf okkur kertastjaka með merkjum félaganna, LH afhenti okkur skjöld og Hestamannafélagið Hörður gaf Sögu Harðarfélaga og skjöld.

Sögusýning Mána var opnuð þann 31.október í bíósal DUUS húsa og veður opin til áramóta.

Myndirnar sem teknar voru á árshátíðinni verða birtar fljótlega.

Með kveðju

Þóra