Fréttir

Aðalfundi kvennadeildar frestað til 3 febrúar

Aðalfundi Kvennadeildar Mána er frestað til þriðjudagsins 3 febrúar. Fundurinn hefst kl 20.00 í Félagsheimili Mána

Dagskrá:

1. Á kvennadeild Mána að halda áfram í núverandi mynd eða þarf að gera breytingar.
2. Kosningar um hvernig kvennadeildin mun verða
3. Kosning stjórnar/nefndar ef ákveðið verður að halda áfram sem deild eða breyta í nefnd.
4. Ákvörðun varðandi peninga kvennadeildar og kosning um það ef þarf.
5. Fara yfir lög Kvennadeildar Mána lið fyrir lið og kosið um breytingar ef einhverjar eru.

Kæru Mánakonur

Við hvetjum ykkur til að lesa yfir lög deildarinnar og koma með tillögur að breytingum ef einhverjar eru. Einnig hvetjum við ykkur til þess að hugsa um hvort við eigum að halda áfram okkar góða starfi sem deild eða að verða nefnd í hestamannafélaginu Mána. Við viljum skora á ykkur kæru Mánakonur til að fjölmenna á fundinn og þær sem hafa áhuga á að starfa í stjórninni endilega hafið samband við núverandi stjórnarmeðlimi.

Hrönn Ásmundsdóttir s: 861-0012
Þóra Brynjarsdóttir s: 893-0304
Íris Hrönn Rúnarsdóttir s: 779-1566
Guðrún Ólafsdóttir s: 690-6938
Guðleif Bergsdóttir s: 846-5001
Guðný Ósk Þórsdóttir s: 690-2882
Með vinsemd og virðingu
Stjórn kvennadeildar Mána