Fréttir

Aðalfundur kvennadeildar Mána 2015

Aðalfundur kvennadeildar Mána fór fram þriðjudaginn 3.febrúar 2015.

10 konur mættu á fundinn.

Hrönn Ásmundsdóttir las skýrslu stjórnar og Þóra Brynjarsdóttir las lög deildarinnar.

Í fundarboði var þess getið að kosið yrði um framtíð deildarinnar, hvort hún héldi áfram sem deild innan félagsins eða yrði nefnd. Samþykkt var samhljóða um að kvennadeildin verði nefnd innan félagsins. Þar af leiðandi þarf ekki að skila ársreikningum og hafa sér aðalfundi eða lög.

Ný nefnd var hvött til að halda áfram með fasta viðburði sem deildin hefur haldið svo sem kvennatölt, firmakaffi og kvennareið. Nýrri nefnd er heimilt leggja drög að reglum um aðgang og þátttöku í viðburðum nefndarinnar og geta stuðst við gömlu reglur deildarinnar en hægt er að breyta þeim hvenær sem þegar hentar. Nefndin setur upp skipulag og kallar til aðstoðar eftir þörfum.

Þórhalla Sigurðardóttir og Helga Hildur Snorradóttir buðu sig fram og voru kosnar með lófaklappi.

Á fundinum var ákveðið hvernig fjármunum fyrrverandi kvennadeildar skyldi varið. Nýr veisludúkur verður keyptur þar sem sá gamli er slitinn og blettóttur. Einnig verður 200þúsund krónum ráðstafað til Mánahallarinnar. Skilinn er eftir um helmingur upphæðar á bankareikning sem kvennadeildin átti til að nýta síðar.

Mikill metnaður er í nefndum félagsins um að efla félagslífið og glæsileg vetrardagskrá er framundan. Við hvetjum félaga til að vera jákvæðir og mæta á viðburði í sem haldnir eru í félaginu.

Fráfarandi stjórn þakkar fyrir sig og óskar Helgu og Höllu góðs gengis.

Hrönn, Þóra, Guðný Ósk, Guðleif, Dódó og Íris Hrönn