Fréttir

Aðalfundur Mána 22.nóvember 2016 – fundargerð

Þriðjudaginn 22.nóvember sl. var aðalfundur félagsins haldinn í félagsheimilinu á Mánagrund. Fín mæting var á fundinn.

Eftirfarandi er fundargerð fundarins:

 

Aðalfundur Mána 2016

Haldinn þriðjudaginn 22.nóvember kl.20

Dagskrá:

  1. Skýrslur stjórnar og nefnda
  2. Viðurkenningar
  3. Kosning stjórnar og nefnda
  4. Önnur mál

 

Gunnar Eyjólfsson formaður setur fundinn kl.20 og tilnefnir fundarstjóra Snorra Ólason og fundarritara Sóleyju Margeirsdóttur. Samþykkt.

Snorri spyr salinn hvort fundurinn hafi verið löglega boðaður. Það er samþykkt.

  1. Gunnar les skýrslu stjórnar . Helga Hildur Snorradóttir les upp skýrslu fræðslunefndar og mótanefndar. Kristmundur Hákonarson les upp skýrslu ferðanefndar, skýrslur kvennanefndar og ræktunarnefndar lágu á borðum til skoðunar. Engar skýrslur frá æskulýðs, reiðvega og reiðhallarnefnd. Skýrslur samþykktar.

 

  1. Viðurkenningar

Helga Hildur veitti viðurkenningar fyrir góðan árangur á árinu og í barnaflokki hlutu þær Glódís Líf Gunnarsdóttir og Signý Sól Snorradóttir fyrir einstaklega góðan árangur.

Bergey Gunnarsdóttir og Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir hlutu viðurkenningar fyrir góðan árangur í unglingaflokki.

Jóhanna Margrét Snorradóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í ungmennaflokki.

Í fullorðinsflokki hlaut Ásmundur Ernir Snorrason viðurkenningu fyrir góðan árangur og hann var valinn íþróttamaður Mána 2016.

 

  1. Kosning stjórna og nefnda:

Gunnar gefur kost á sér áfram sem formaður og er það samþykkt. Þóra Brynjarsdóttir og Gunnar Auðunsson bjóða sig fram í stjórn til 2 ára.  Gunnlaugur Björgvinsson og Lóa Bragadóttir gefa kost á sér áfram til eins árs. Sigurður Kolbeinsson og Pétur Bragason gefa kost á sér í varastjórn. Samþykkt. Úr varastjórn gengur Borgar Jónsson. Samþykkt.

 

Nefndir:

Mótanefnd: Helga Hildur Snorradóttir, Bjarni Stefánsson, Haukur Aðalsteinsson og Ásta Pálína Hartmannsdóttir

Fræðslunefnd: Helga Hildur Snorradóttir og Birta Ólafsdóttir

Skemmtinefnd: Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir og Gunnlaugur Björgvinsson

Æskulýðsnefnd: Vísað til stjórnar

Reiðveganefnd: Guðrún Kristín Ragnarsdóttir og Stefán Sigurðsson

Reiðhallarnefnd: Vísað til stjórnar

Ferðanefnd: Kristmundur Hákonarson, Tara María Línudóttir, Guðrún Kristín Ragnarsdóttir, Jóhanna Harðardóttir og Jónas Árnason

Ræktunarnefnd: Brynjar Guðmundsson

Kvennanefnd: Gunnhildur Gunnarsdóttir og Þórhalla Sigurðardóttir

Endurskoðendur:  Sigmar Björnsson og Gunnar Auðunsson

Samþykkt.

 

 

  1. Önnur mál:

Helga Hildur segir áhyggjumál hve illa gengur að manna nefndir til starfa í félaginu, bendir á að við séum öll í sama félaginu og að við verðum að vinna saman. Ganga þarf vel um eignir félagsins og t.d. ef að þarf að vökva í höllinni þá sé öllum frjálst að gera það eða tína rusl/grjót á reiðvegum. Það á ekki einhver annar að sjá um það.

 

Kristmundur kom í pontu og talaði um að honum fyndist léleg þátttaka í viðburðum félagsins, þau séu að reyna að fá fólk til að mæta í viðburði hjá ferðanefnd með því að bjóða uppá mat. Hann benti á að honum fyndist stjórnin lítið sýnileg í ferðum. Hann leggur til að nefndir hittist oftar og vinni meira saman. Ítrekar spurningu sína til stjórna frá síðasta aðalfundi varðandi sýnileika fundargerða. – Stjórnin segir að það standi til að setja fundargerðir á heimasíðuna.

 

Gunnhildur Vilbergsdóttir kom með spurningu um hve margir séu í félaginu og hvernig þróunin sé, þ.e. brottfall og nýliðun. Hvernig sé staðið að móttöku nýrra félaga. – Gjaldkeri svarar að í félaginu séu 331 manns og að mjög jafnt hlutfall sé á milli brottfalls og nýrra félaga. Formaður svarar að það sé ekki nein stefna í gangi með móttöku nýrra félaga en að þetta hafi verið rætt reglulega á aðalfundum, m.a. komið hugmyndir að félagið eigi að eiga félagshesthús fyrir þá sem eru nýir og ókunnugir en að ekkert hafi komið útúr þeim umræðum.

 

Mummi spyr hvort að þeir sem ekki hafa hesta né aðstöðu, hvort að þeir geti haft tækifæri til að koma inn í félagið. Linda segir að þær hafi komið með hugmynd þegar þær voru í æskulýðsnefnd. – Hingað til hafa hesthúsplássleigjendur tekið vel á móti nýliðum. Ásta talaði um að hún hefði viljað fá betri móttökur og opna arma þegar hún byrjaði í félaginu.

Kristmundur  talaði um hve gott hefði verið að koma í félagið og segir að Mummi hafi tekið virkilega vel á móti honum.

 

Kristmundur talar um að honum finnist vera kominn tími til að fá fólk til að taka til í kringum sig, það séu ökutæki, rúllur og drasl um allt.

Hann kynnir fundinum að hann og ferðanefndin sé að útbúa hólf og aðstöðu fyrir okkur á svæðinu milli skeifunnar og trananna í Leirunni. Hann sé búinn að fá leyfi og undirskrift landeiganda og til standi að girða og setja bekk svo hægt sé að ríða þangað og jafnvel að grilla.

 

Guðrún Kristín talar um að það vanti umræðusvæði.

 

Umræður spunnust um hvað við félagsmenn gætum gert til að auka andann í félaginu.

 

Sigmar spurði um reiðhöllina og hvernig lyklamálin stæðu og hvort að reiðkennarar sem koma hingað að kenna greiði fyrir notkun á höllinni – Formaður svarar að lyklamálin séu í athugun og að reiðkennarar borgi ekki fyrir höllina þegar námskeið eru á vegum félagsins. En ef höllin er tekin fyrir einkanámskeið sé borgar visst á klukkustund í leigu.

 

Snorri les bréf frá Kristmundi þar sem hann skorar á stjórn að beita sér fyrir því að reiðleiðir verði lagðar í Voga, það sé ekki hægt að ríða þangað eins og staðan er í dag.

 

Gunnar formaður tilkynnti að frá og með árinu 2017 verði gjald tekið fyrir beitarstykkin sem hesthúseigendur eru með á bak við hjá sér.

Varðandi hverfið þá væri heilbrigð skynsemi að félagsmenn og hesthúseigendur hafi snyrtilegt í kringum sig.

 

Fundi slitið kl.22.16.

 

Sóley Margeirsdóttir