Fréttir

Aðalfundur og Skýrslur nefnda 2018

Aðalfundur Mána fór fram þriðjudaginn 20.nóvember sl. í Reiðhöll Mána.

Mættir voru rúmlega 30 félagar á fundinn.

Að venju voru hefðbundin aðalfundarstörf, sjá má fundargerð fundarins hér að neðan.

Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan keppnisárangur ásamt því að íþróttamaður Mána var tilnefndur, en það er hann Ásmundur Ernir Snorrason. Einnig voru veitt verðlaun fyrir ræktunarhross ársins ræktað og í eigu Mánafélaga. Það er hún Freyja frá Vöðlum í eigu Margeirs Þorgeirssonar og Ástríðar Guðjónsdóttur.

Máni fékk endurnýjun fyrirmyndarfélags ÍSÍ, Sigríður Jónsdóttir varaforseti ÍSÍ afhenti formanni félagsins viðurkenninguna.

Er stjórnin afar stolt af þessari viðurkenningu og er viss um að félagsmenn séu það einnig.

Að reka svona félag gengur ekki nema allir félagsmenn standi og vinni saman að sameiginlegum markmiðum félagsins og félagsmanna þess, það er að njóta útiverunnar og njóta félagsskaparins við hesta og menn. Stjórnin þakkar fyrir gott ár, þakkar öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við vinnu eða félagsstarf fyrir félagið á árinu og vonumst til að eiga áframhaldandi gott samstarf við félagsmenn í framtíðinni.

Gleðilega hátíð til ykkar allra.

Stjórnin

 

Hér er fundargerð fundarins og skýrslur nefnda 2018:

Fundargerð:

Fundagerð aðalfundar 2018.

Aðalfundur hestamannafélagsins Mána haldinn þriðjudaginn 20. nóvember 2018. Kl 20:00 í Reiðhöll Mána.

Dagskrá.

 1. Skýrsla stjórnar og nefndar
 2. Viðurkenningar.
 3. Kosning stjórnar og nefndar.
 4. Ákvörðun félagsgjalda.
 5. Önnur mál.

Fundarstjóri var kosinn Snorri Ólafsson og ritari fundarins var Ólafía Lóa Bragadóttir.

Fundarstjóri setti fundinn og bauð alla fundargesti velkomna en á fundinn voru mættir 45 Mána félagar.

Gunnar Eyjólfsson flutti skýrslu stjórnar. En stjórnin hélt 10 fundi á starfsárinu.

Lesið var skýrsla Reiðhallarnefndar 2017-2018.

Lesið var skýrsla Kvennanefndar.

Ferðanefnd flutti skýrslu síðasta starfsárs.

Skemmtinefnd flutti skýrslu.

Æskulýðsnefnd flutti skýrslu síðasta starfsárs.

Lesið var skýrsla fræðslunefndar.

Sigríður Jónsdóttir varaforseti ÍSÍ flutti erindi.

Hestamannafélagið Máni fékk endurnýjun á viðurkenningu sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ sem Sigríður Jónsdóttir færði Gunnari Eyjólfssyni og fána.

Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan keppnisárangur á árinu.

Sólveig Guðmundsdóttir

Signý Sól Snorradóttir

Helena Rán Gunnarsdóttir

Glódís Líf Gunnarsdóttir

Bergey Gunnarsdóttir

Ásmundur Ernir Snorrason.

Íþróttamaður Mána 2018 er Ásmundur Ernir Snorrason en systir hans tók við verðlaununum fyrir hans hönd.

Ræktunar verðlaun Mána hlaut Freyja frá Vöðlum, eigendur eru Margeir Þorgeirsson og Ástríður Guðjónsdóttir.

Kosning stjórnar: Gunnar Eyjólfsson kosinn formaður, Gunnar Auðunsson meðstjórnandi Þorgeir Margeirsson meðstjórnandi, Þóra Brynjarsdóttir gjaldkeri, Sigmar Björnsson varamaður og Sigurður Kolbeinsson. Úr stjórn gekk Pétur Bragason.Ólafía G. Lóa Bragadóttir á eftir 1 ár sem ritari.

Kosið í nefndir:

Fræðslunefnd: Ásta Hartmanssdóttir og Franziska Ledergerber

Æskulýðsnefnd: Þorgeir Margeirsson og Ólafur Rafnsson.

Ferðanefnd: Þorgeir Margeirsson og Ólafur Rafnsson.

Mótanefnd: Guðrún Vilhjálmsdóttir, Bjarni Stefánsson,  Hlynur Kristjánsson og Snorri Ólason.

Kvennanefnd: Halla Sigurðardóttir, Gunnhildur Vilbergsdóttir og Gunnhildur Gunnarsdóttir.

Reiðhallarnefnd:Stjórnin

Skemmtinefnd:Stjórnin

Reiðvegarnefnd: Stjórnin.

Ákveðið var að félagsgjöldin verði óbreitt frá fyrra ári.

Inntaka nýrra félaga en það voru 11 nýir félagsmenn sem gengu í félagið.

Í hestamanna félaginu Mána eru núna 292 félagsmenn.

Önnur mál:

Pétur Bragason skýrði frá samningi sem hestamannafélagið lagði fyrir Reykjanesbæ varðandi styrki til félagsins. Fljótlega í byrjun desember á að koma svar frá bænum um hvaða há upphæð félagið fær í styrk fyrir næsta ár.

Rætt var um hvað það væri dýrt að byrja í hestunum. Tillaga var rætt um félagshús hvernig ætti að standa að því. Samþykkt var að setja sand í hringgerði sem er úti og setja þar lýsingu. Ásta Hartmannsdóttir hrósaði stjórninni fyrir vel unnin störf.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.21.30.

 

Stjórnin:

Stjórn Mána var skipuð Gunnari Eyjólfssyni formanni, Lóu Bragadóttur ritara, Þóru Brynjarsdóttur gjaldkera, meðstjórnendur Pétur Bragason og Gunnar Auðunson í varastjórn eru þeir Sigurður Kolbeinsson og Sigmar Björnsson

Stjórn Mána hélt 10 fundi á starfsárinu og hér kemur það helsta. Nú eru um 300 félagsmenn í félaginu.

Starfið var með hefbundnu sniði í vetur. Ber þar helst að nefna að félagsaðstaða í reiðhöll hefur tekið miklum breytingum sem kemur hér fram í skýrslu reiðhallarnefndar á eftir en stefnt er að því að klára þetta í vetur.

Karla- og kvennatölt og vetrarmót voru haldin og væri gaman að sjá fleiri keppendur spreyta sig er kannski spurning að vera með fleiri flokka.

Því miður urum við að fella niður íþróttamótið í vor vegna þáttökuleysis en gæðingamót og úrtaka fyrir Landsmót var á sínum stað.

Máni hefur í gegnum árin verið með fyrsta íþróttamót vorsins síðustu helgina í apríl og voru þessi mót oftast vel sótt en það er frekar fúlt hve mörg félög eru farin að nota þessa helgi fyrir viðburði eins og t.d. dag hestsins í Reykjavík, stóðahestasýningar o.fl.

En Mánamenn  hafa staðið sig með eindæmum vel á keppnisvellinum, ber sérstaklega að nefna árangur barna og unglinga á Landsmóti og Íslandsmóti.

Þau eru fá mótin þar sem ekki eru Mánamenn eða konur í úrslitum, hvort það er í barna-, unglinga-, eða ungmennaflokki eða 1. flokki,   eða í meistaraflokki og gaman að sjá að knapar halda áfram að keppa fyrir Mána þó þeir séu fluttir af svæðinu.

Búið er að panta efni í hringvöllinn og er það væntanlegt á næstu dögum.

Reiðskólinn var með hefbundnu sniði og var góð þáttaka í honum.

LH þing var haldið á Akureyri  í oktober og fóru 5 þingfulltrúar frá Mána á þingið. Þess má geta að í aðalstjórn LH var kosin Sóley Margeirssdóttir frá Mána.

Stjórn Mána er búin að vera í viðræðum við Reykjanesbæ um framtíð félagsins, við höfum fundað með bæjarfulltrúum og íþrótta- og tómstundaráði þó nokkrum  sinnum, við sýndum þeim  rekstrarsamninga frá öðrum hestamannafélögum og óskuðum eftir samskonar samning. Við sýndum fram á að Reykjanesbær er langt á eftir öðrum bæjarfélögum í þessum efnum. Máni hefur ekki fengið styrk að kalla í 10 ár hvorki í reiðhöllina, keppnissvæði eða reiðvegi, við sýndum íþrótta- og tómstundaráði fram á hversu vel þetta félag hefur verið rekið undan farin ár.  Við höfum öruggar heimildir fyrir því að við fáum styrk frá Reykjanesbæ á næsta ári og að semja eigi við Mána um rekstarsamning.

Stjórn Mána vill þakka Mánafélögum fyrir gott samstarf á árinu og ekki síst þeim sem vinna í nefndum á vegum félagsins en það eru þeir sem drífa áfram hið góða starf sem hér fer fram. Svona félag rekst ekki nema með öflugu sjálfboðastarfi félagsmanna.

 

Fræðslunefnd:

Fræðslunefnd veturinn 2017-2018

 1. Kári Steinsson var fengin til að sjá um að kenna krökkum og unglingum. Sumir voru að undirbúa sig fyrir Lands og Íslandsmót og aðrir að fá almenna reiðkennslu til að bæta sig sem reiðmenn. Kári var með helgarnámskeið einu sinni í mánuði frá lokum nóvember 2017 fram undir vor 2018. Þegar líða tók að Landsmótsúrtöku kom hann oftar fyrir þá krakka sem þess óskuðu. Þá voru teknar útiæfingar á keppnisvellinu sem er einstakleg mikilvægt og vel gert af honum.
 2. Sigurður Mattíasson var með eitt námskeið einu sinni í viku í fjögur skipti frá endan janúar og fram í endan febrúar 2018. Námskeiðið var vel sótt og almenn ánægja með kennslunna enda Siggi duglegur og áhugasamur kennari með eindæmum.
 3. Ásmundur Ernir Snorrason var með tvö námskeið hjá Mána á árinu 2018. Fyrra námskeiðið var í mars og það seinna í endan apríl byrjun maí. Bæði námskeiðinn voru vel sótt. Ási kenndi góða blöndu af almennri reiðkennslu og þjálfun til að bæta hest og knapa og svo einnig kennslu í undirbúningi fyrir keppni fyrir þá sem þess óskuðu. Almenn ánægja var með námskeiðin og gaman að fá uppalinn Mánamann með víðtæka reynslu á sviði hestamennskunnar til að kenna í sínu félagi.
 4. Ekki var haldið sérstakt námskeið fyrir yngstu krakkana þennan veturinn en Æskulýðsnefndin var með æfingar fyrir Æskan og hesturinn sem þó nokkur hópur barna tók þátt í.

 

Birta Ólafsdóttir og Helga Hildur Snorradóttir sáu um að fá kennara og skipuleggja námskeiðahaldið og gekk það vel. Það var skoðað að fá fyrirlestur eða sýnikennslu en þar sem nóg var af slíkum viðburðum á Reykjavíkusvæðinu ákváðum við að sleppa því þennan veturinn.

 

Birta oog Helga munu ekki starfa áfram fyrir Fræðslunefndina og viljum við því endilega hvetja áhugasaman Mánafélaga til að taka þátt í þessu skemmtilega starfi næsta vetur enda gaman að geta haft áhrif á það hvaða fagfólk kemur og kennir félagsmönnum í hinum endalausu fræðum reiðlistarinnar.

Með þökk fyrir samstarfið Helga Hildur og Birta

 

Reiðhallarnefnd:

 1. Gólfið í reiðhöllinni var tekið í gegn haustið 2017. Nýtt efni var sett inn og efnið sléttað og jafnað. Gólfið var að vonum frekar þungt í byrjun og því mikilvægt að vökva og slétta gólfið reglulega til að halda því góðu. Vill reiðhallarnefnd þakka Lindu, Jóni Steinari og Claudiu sérstaklega alla hjálpina við gólfið það haustið.
 2. Komið var á lyklakerfi í reiðhöllinni haustið 2017. Sett var upp ný rennihurð og skynjari sem lykillinn er settur við til að opna að framan. Sjálfvirkt kerfi var líka sett upp sem lokar höllinni og slekkur öll ljós á ákveðnum tíma á kvöldin. Allir félagsmenn gátu sótt um lykill og var vægt skilagjald tekið af þeim sem fengu lykil .
 3. Reiðhallarnefnd kom á kerfi þar sem þeir félagsmenn sem sóttu um lykil að reiðhöllinni voru beðnir um að taka að sér að vökva og slétta gólfið í reiðhöllinni einu sinni frá byrjun febrúar og fram að því að reiðskólinn tæki við höllinni aftur í júní. Þetta var sjálfboðavinna og fólki í raun frjálst að gera þessa vinnu ef það vildi. Sumir tóku vel í verkið og kláruðu sitt og öðrum fannst þeir ekki nota höllina það mikið að þeir þyrftu að gera þetta. Birta, Úlla og Linda reyndu þá að taka gólfið að sér inn á milli til að halda því góðu.
 4. Umgengisreglur voru settar upp og viljum við þakka fólki fyrir að ganga vel um höllina.

Framkvæmdir í reiðhöllinni 2018

Reiðhallarnefndin fékk leyfi stjórnarinnar í byrjun árs til að gera eftirtaldar framkvæmdir.

 1. Að láta setja upp vegg til að loka af reiðsvæðið inn í höll frá félagsaðstöðunni.
 2. Að klára klósettaðstöðu í húsinu.
 3. Að klára salinn í félagsheimilinu. Franciska teiknaði 2 hugmyndir í þrívídd sem síðan var unnið út frá.

Það var hafist handa og eðal menn fengnir í verkið .Viljum við þakka þeim Bogga og Gunna vel unnin störf og frábært samstarf.

Það bættist við óskalistann á framkvæmdum og var það formaðurinn sem kom með þær óskir og væntanlega stjórn Mána.

Það var byggð geymsla.

Það voru keyptir speglar í reiðsalinn og settir upp af hinum iðnu smiðum.

Frábært að fá speglana og  þeir gera höllina  fallegri og vinnuaðstöðuna betri í höllinni.

Claudia og Franciska tóku að sér að kaupa bókstafi og hringpunkta sem riðið er eftir við þjálfun hrossa í reiðhöllum allstaðar í heiminum.(Úlla og Franciska settu upp spjöldin ).

Gunnar formaður sá um að ráða pípara,rafvirkja,og málara.

Ekki er allur frágangur búin og enn er eftir að klára salernisaðstöðuna, uppþvottavél er ótengd og klára þarf hurðar og rafmagn.

Kostnaðurinn

751.547,-  Efni í félagsaðstöðuna – innrétting og klæðning á útveggi.

310.375,-   Speglar og merkingar í reiðsal.

600.000,-  Efni í gólfið á reiðhöllinni.

4.119888,-  Vinna í reiðhöll – smiðir.

125.000,- Pípari.

1.152.781,-  Aðkeypt  efni – WC, geymsla, gangur og stigi.

1,800,000,-  Málningarvinna.

Samtals kostnaður í frammkvæmdir á reiðhöll 2018 . kr.  8.859.591.-  (tölur fengnar hjá gjaldkera 10.11.2018)

Viljum við benda á að þau  verkefni sem nauðsynlega þarf að skipuleggja í reiðhöllinni   eru

almennt viðhald á reiðsvæði þar sem spítur eru farnar að brotna í veggjum. Og almennt viðhald t.d. (sem er að raka sandi inn í slóðir og slóðadraga sem og vökva höllina sem er  mjög áríðandi að sinna.

Vinsamleg ábending.

Nauðsynlegt að það sé búið til vinnuplan, hvað felst í því að vera í reiðhallarnefnd ( hvaða verkefnum nefndin á að sinna).

Þessi samantekt er unnin af Úllu og Birtu og vonum við að við höfum munað eftir öllu því  góða sem var gert á tímabilinu.

Reiðhallarnefnd þakkar fyrir samstarfið og óskar nýju fólki í reiðhallarnefnd góðs gengis.

 

Ferðanefnd:

Í ferðanefnd hestamannafélagsins Mána fyrir árið 2018 voru Þorgeir Margeirsson, Pétur Bragason og Stefán Bragi Sigurðsson.

Ferðir voru settar á dagskrá í upphafi vetrar og síðan færðar aðeins til eftir veðurspá til þess að fá meiri þátttöku og betra útreiðarveður.

Farnar voru tvær stytti hópreiðir sl. vor og var mjög góð þátttaka í þeim báðum, milli 20-30 manns. Í fyrri ferðinni var riðið inn í Klett fyrir ofan Leiru og þeirri seinni var riðið að Ellustekk sem austan við þéttbýlið í Garði.

Hin hefðbunda Miðnæturreið var farinn að Garðskaga í góðu veðri og fengum fína kjötsúpu. Þátttaka var mjög góð og mættu yfir 30 manns.

Kerruferð var farinn inn í Sprett, þar sem riðið var frá Samskipahöllinni, inn að Guðmundarlundi og inn í Hafnarfjörð. Frábær reiðleið, gott veður og falleg náttúra. Það mættu 8 manns.

Það var skipulögð ein kerruferð til viðbótar þar sem að ríða átti um í Hafnarfirði. Ferðin var færð til, skipulagið fór aðeins forgöðrum og það mættu ein fjölskylda í ferðina og á síðustu stundu komst engin frá ferðanefnd í kerruferðina. Þessi ferð hefði þurft að vera betur skipulögð og auglýst betur.

 

Garður, þann 11.11.2018,

F.h. ferðanefndar,

Pétur Bragason

 

Æskulýðsnefnd:  Skýrsla – Æskulýðsnefnd Mána – september 2018