Fréttir

Æskan og hesturinn í Víðidal 4. maí

Hin árlega sýning Æskan og hesturinn verður haldin laugardaginn 4. maí næstkomandi í TM-Reiðhöllinni í Víðidal. Þar koma fram efnilegustu hestamenn landsins og sýna afrakstur vetrarstarfsins.

Hópar ungra hestamanna frá hestamannafélögunum á höfuðborgarsvæðinu; Fáki, Herði, Mána, Spretti og Sörla sýna fjölbreytt atriði. Sýningin verður nánar auglýst síðar en það er um að gera að taka daginn frá. Frítt er inn á sýninguna á meðan húsrúm leyfir.

Máni verður með fulltrúa á staðnum og bendum við áhugasömum forráðamönnum að hafa samband við formann æskulýðsnefndar Ólafur Róbert Rafnsson. Allir geta verið með og eru æfingar að hefjast hjá krökkunum. Nánari upplýsingar verða settar inn á síðnuna hér fljótlega