Fréttir

Arnar Bjarki með reiðnámskeið

Arnar Bjarki Sigurðsson verður með reiðnámskeið í reiðhöllilnni 21. og 22. janúar, 18. og 19. febrúar og 25.-26. mars. Um er að ræða 6 x 45 mínútna einkatíma. Arnar Bjarki er mentaður reiðkennari frá Hólum og er kennari við hestabraut FSU á Selfossi. Verð á námskeiðið er  kr. 45.000 (hægt að borga einn mánuð í einu). Skráning fer fram hjá Helgu Hildi í síma 848-1268 og stendur til og með 18. janúar.