Fréttir

Ásmundur Ernir íþróttamaður Mána 2017

Ásmundur Ernir, Signý Sól, Bergey, Glódís og Helenda. Á myndina vantar Gyðu Sveinbjörgu

Aðalfundur Mána fór fram í Mánahöllinni þriðjudaginn 21. nóvember síðast liðinn. Á dagskrá fundarins voru hefbundin aðalfundarstörf en einnig var íþróttamaður Mána valinn, veittar voru viðurkenningar fyrir keppnisárangur og einnig fyrir hæst dæmda ræktunarhrossið ræktað af Mánamanni.

Hæst dæmda hrossið ræktað af Mánamanni var Freyja frá Vöðlum en hún hlaut 8,44 fyrir sköpulag og 8,54 fyrir kosti. Eigendur og ræktendur eru þau Ástríður Lilja Guðjónsdóttir og Margeir Þorgeirsson.

Íþróttamaður Mána 2017 er Ásmundur Ernir Snorrason. Ási átti farsælan vetur að baki. Stóð sig vel í Meistaradeildinni, á íþróttamótum sumarsins og á heimsmeistaramótinu í Hollandi.

Eftirtaldir knapar hlutu viðurkenningu fyrir góðan keppnisárangur:

Ásmundur Ernir Snorrason

Bergey Gunnarsdóttir

Glódís Líf Gunnarsdóttir

Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir

Helena Rán Gunnarsdóttir

Signý Sól Snorradóttir