Fréttir

Besti ræktunarhópurinn

á Dymbilvikusýningu Spretts

Gunnar, Snorri og Hanna Magga

Dymbilvikusýning Spretts fór fram miðvikudaginn 1. apríl. Líkt og undanfarin ár hafa nágrannafélögin att kappi um besta ræktunarhópinn og er skemmst frá því að segja að Mánamenn áttu besta ræktunarhópinn að mati dómnefndar sem og áhorfenda. Hestakosturinn samanstóð af ungum og efnilegum hestum en fulltrúar Mána voru:

Flikka frá Brú.  Ræktandi/eigendur Gunnar Eyjólfsson og Helga Hildur Snorradóttir, knapi Gunnar Eyjólfsson.

Straumey frá Flagbjarnarholti. Ræktandi Bragi Guðmundsson, knapi Sveinbjörn Bragason.

Gjálp frá Vöðlum. Ræktandi Margrét Lilja Margeirsdóttir. Eigandi Margrét og Ástríður Lilja Guðjónsdóttir. Knapi Tinna Rut Jónsdóttir.

Hlýja frá Ásbrú. Ræktandi Vilberg Skúlason. Eigandi Vilberg og Jóhanna Margrét Snorradóttir. Kanpi Snorri Ólason.

Kári frá Ásbrú. Ræktandi og eigandi Vilberg Skúlason. Knapi Jóhanna Margrét Snorradóttir.

Freyja frá Vöðlum. Ræktandi/eigendur Ástríður Lilja Guðjónsdóttir og Margeir Þorgeirsson. Knapi Björn Einarsson.