Fréttir

Breyting á reiðskóla Mána

Börn á reiðnámskeiði

Vegna óvæntra orsaka verður ekki reiðskóli hér á Mánagrund hjá Önnu Laugu í sumar.

Stjórn Mána auglýsir því eftir áhugasömum einstaklingum sem hafa áhuga á að starfrækja reiðskóla á Mánagrund sumarið 2019. Þetta er spennandi tækifæri fyrir  áhugasama umsækjendur, en umsækjendur þurfa að hafa góða reynslu af vinnu og rekstri reiðskóla og geta starfað með börnum.

Umsókn skal send í pósti á mani@mani.is með upplýsingum um umsækjanda ásamt fyrirhuguðu fyrirkomulagi starfsins. Senda skal umsókn fyrir 15.maí nk.

Stjórnin mun velja hæfasta umsækjandann en áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum ef þær uppfylla ekki kröfur til starfans.

Hægt er að hafa samband við Gunnar Eyjólfsson í s. 860-5228 fyrir nánari upplýsingar.

Stjórnin