Fréttir

Dymbilvikusýning

Nú fer að líða að Dymbilvikusýningu Spretts þann 28.mars næstkomandi og þá verður eins og undanfarin ár haldin létt keppni milli félaga um flottustu kynbótahross sem hafa fæðst hjá félagsmönnum í hverju félagi.

Máni vann keppnina í fyrra og því er um titil að verja.

Máni má senda 3-6 hesta sem fulltrúa okkar í keppninni, helst hryssur eða stóðhesta sem fædd eru félagsmanni Mána.

Keppnin stendur á milli eftirfarandi félaga:

  • Fákur
  • Sprettur
  • Hörður
  • Sóti
  • Adam
  • Sörli
  • Máni

Skráning fer fram hjá Gunnari formanni og þarf skráning að berast fyrir 24.mars nk.