Fréttir

FEIF Youth Cup 2016 í Exloo Hollandi

Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Cup sem haldið verður dagana 23. – 31. júlí 2016 í Exloo Hollandi. Mótið er með Facebook-síðu, FEIF Youth Cup 2016 in the Netherlands.

Skilyrði fyrir þátttöku eru:

  • Reynsla í hestamennsku
  • Keppnisreynsla í íþróttakeppni
  • Góð enskukunnátta
  • Sjálfstæði og jákvæðni
  • Að geta unnið í hóp
  • Reglusemi

Á vef LH undir „Æskan“ er að finna umsóknareyðublað sem fylla þarf út og senda til skrifstofu LH. Einnig þarf texti frá umsækjanda að fylgja, þar sem hann segir frá sjálfum sér, áhugamálum, hestamennsku og því sem hann vill koma á framfæri. Hér er tengill á umsóknareyðublaðið.

Nánari upplýsingar fást á heimasíðu LH, skrifstofu LH og á  Fésbókarsíðu viðburðarins.

Umsóknir þurfa að hafa borist skrifstofu LH, Engjavegi 6, 104 Reykjavík fyrir 5. mars 2016. Senda má umsóknir á ofangreint póstfang í bréfpósti eða í tölvupósti á netfangið hilda@lhhestar.is.

Æskulýðsnefnd Landssambands hestamannafélaga