Fréttir

Feif Youth cup 2018

Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir Feif Youth cup sem fram fer í Svíþjóð 28.júlí-4.ágúst 2018.

FEIF Youth Cup 2018 verður haldinn í Axevalla Travbana í Svíþjóð 28. júlí – 4. Ágúst og er fyrir unglinga sem verða 14-17 ára 2018. Youth Cup er alþjóðleg keppni þar sem keppt er í T7, T3, T6, PP2, P2, V2, F2, V5, FR1, TR1, CR1, TiH Level 1, FS3, Team test.

Við hvetjum áhugasama unglinga að sækja um en umsóknir þurfa að berast fyrir 1.mars nk.

Allar upplýsingar má finna hér.