Fréttir

Félagsgjöld 2017

Kæru Mánafélagar

Greiðsluseðlar fyrir félagsgjöldum árið 2017 hafa verið sendir í heimabanka. Ekki eru sendir greiðsluseðlar í pósti.

Vinsamlegast athugið að ungmenni fædd 1999 greiða nú fullt félagsgjald.

Hjónagjald er 20.000kr

Einstaklingsgjald er 14.000kr fyrir félagsmenn fædda 1999-1950.

Til að geta tekið þátt í viðburðum á vegum félagsins svo sem námskeiðum, keppnum og öðrum uppákomum þarf viðkomandi að vera skuldlaus við félagið. Einnig þarf að vera skuldlaus til að mega nota reiðhöllina. Enn eru útistandandi þónokkur fjöldi félagsgjalda síðan 2016 og beitargjalda 2016 svo við biðjum félaga um að vinsamlegast ganga frá sínum málum sem fyrst og þökkum þeim sem eru skilvísir.

Á næstunni verður settur upp listi í reiðhöllinni yfir skuldlausa félaga, það þýðir að ef einhver er ekki á þeim lista er heimilt að vísa honum út úr höllinni.

Skuldlausir félagar fá aðgang að Worldfeng sér að kostnaðarlausu. Til að virkja þann aðgang þarf að hafa tölvupóstfang skráð hjá gjaldkera. Hægt er að senda tölvupóstfang á gjaldkeri@mani.is  fyrir 2.mars n.k. ef tölvupóstföng hafa breyst nýlega eða þarf að bæta við nýjum.

Með von um góð viðbrögð.

Fh. Stjórnar

Þóra Brynjarsdóttir

Gjaldkeri Mána