Fréttir

Ferð á vegum ferðarnefndar

Ferð út á Flös 3. maí

Laugardaginn 3. maí verður farið frá Reiðhöllinni kl 14.00 stundvíslega og riðið út í Garð og stoppað út á Flös í hólfi sem við hestamenn höfum þar til afnota. Á meðan við stoppum þar er tilvalið að skreppa inn á veitingastaðinn, en þar verður kaffihlaðborð á 1.200 krónur og að sjálfsögðu hvetjum við fólk til að nýta sér þetta flotta tækifæri. Þegar allir hafa troðið í sig kaffi og kökum verður riðið í Árnarétt og stoppað þar í smá tíma og síðan munu við fara heiðina heim.

Munið að við höfum allan daginn fyrir okkur og ekkert liggur á, njótum dagsins enda er heiðin tilvalin fyrir þjálfun á hrossum fyrir Firmakeppnina.

Höfum gaman saman og tökum öll þátt í þessari ferð enda er nóg pláss í heiðinni!