Fréttir

Ferð í Fákasel

fyrir alla fjölskylduna

Föstudaginn 30.maí er ætlunin að bjóða uppá fjölskylduferð í Fákasel og sjá sýninguna sem þar er í boði. Sýningin hefst kl.19. „Legends of Sleipnir” er einstök sýning sem byggir á sambandi íslensku þjóðarinnar, náttúrunnar og íslenska hestsins. Í sýningunni er mikið lagt upp úr upplifun í hljóð og mynd. Frumsamin tónlist af Barða Jóhannssyni tónlistarmanni og risaskjár er bakgrunnur leiksýningarinnar sem gefur sýningunni aukna dýpt. Einstakir hæfileikar og geðslag íslenska hestsins njóta sín til fulls í leikhúsinu og skapa frábæra upplifun fyrir gesti á öllum aldri.

Miðaverð er 3500 fyrir fullorðna, frítt er fyrir börn 12 ára og yngri
Ef næg þátttaka fæst þá munum við fara með rútu annars sameinast í einkabíla. Fákasel er staðsett á Ingólfhvoli í Ölfusi og þar er flottur veitingastaður ef áhugi er á að borða fyrir sýningu. Í boði fyrir hópinn er kjúklingasúpa og brauð á 1290kr og öll börn fá frostpinna eftir matinn. ( Hægt er að panta borð og panta af ala carte matseðli en þá er best að hver sjái um það fyrir sig.

 

Skráning fer fram í síma 893-0304 hjá Þóru og á netfangið thora@mitt.is eða skilja eftir athugasemd við frétt á facebooksíðu hestamannafélagsins.
Síðasti skráningardagur er 27.maí.
Við skráningu þarf að koma fram:
• fjöldi fullorðinna/barna
• hvort viðkomandi fari á einkabíl eða vilji fara með rútu
• hvort viðkomandi vilji borða súpu á veitingastaðnum.

Hægt er að skoða heimasíðu Fákasels á fakasel.is

Með von um að félagar okkar taki vel í þessa uppákomu.
Kvennadeild Mána