Fréttir

Firmakeppni 17. maí

Firmakeppni Mána verður haldin  miðvikudaginn 17. maí.

Engin skráning, bara að mæta á hringvöllinn. Mótið er að sjálfsögðu ætlað skuldlausum Mánafélögum.

Mótið hefst kl. 18:00 en keppt verður í eftirfarandi flokkum í þessari röð:

18:00
Pollaflokkur – ríðandi pollar
Pollaflokkur – teymdir pollar

18:30

B – flokkur (hægt tölt, brokk og yfirferðar tölt)

Barnaflokkur (hægt tölt og yfirferðar brokk eða tölt)
Unglingaflokkur (hægt tölt, brokk og yfirferðar tölt)
Ungmennaflokkur (hægt tölt, brokk og yfirferðar tölt)
Kvennaflokkur (hægt tölt, brokk og frjáls ferð á tölt)
Heldri menn og konur – 55 ára og eldri (hægt tölt, brokk og frjáls ferð á tölti)
Parareið (tölt)
A – flokkur (tölt, brokk og skeið)

Verðlaunaafhending fer fram í reiðhöllinni að móti loknu en þar verður vöfflukaffi í boði stjórnar.

Hlökkum til að sjá ykkur.