Fréttir

Firmakeppni Mána

Sunnudaginn 17. maí verður Firmakeppni Mána.

Engin skráning, bara að mæta 🙂 Mótið er að sjálfsögðu ætlað skuldlausum Mánafélögum.

 

Mótið hefst kl. 13:30 en keppt verður í eftirfarandi flokkum í þessari röð:

kl. 13:30

Pollaflokkur – ríðandi pollar

Pollaflokkur – teymdir pollar

kl. 14:00

B – flokkur

Barnaflokkur

Unglingaflokkur

Ungmennaflokkur

Kvennaflokkur

Heldri menn og konur –  55 ára og eldri

Parareið

A – flokkur

Verðlaunaafhending fer fram í Félagsheimilinu að móti loknu en þar verður einnig hið margrómaða kaffihlaðborð kvennadeildarinnar. Verð í kaffihlaðborðið er 1000 kr. en 500 kr. fyrir börn 10 ára og yngri.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Mótanefnd