Fréttir

Fjör á Flösinni

Reiðtúr á vegum ferðanefndar sem átti að fara laugardaginn 3.maí frestaðist um einn dag vegna veðurs. En farið var á sunnudeginum 4. maí frá Reiðhöllinni og var þátttaka góð eða um 40 manns á öllum aldri. Farið var rólega ríðandi inn á Flös enda var veðrið mjög gott og ekkert lá á. Stoppað var í góða stund út á Flös og keyptu hestamenn sér kaffihlaðborð á vægu verði sem var hið glæsilegasta. Sumir gerðu vel við sig t.d. „hreppstjórinn“ í Garðinum fékk sér eðal Viskí að hætti aðalsmanna enda sannur Dalamaður.

Eitthvað virtist hluti af hópnum hafa ruglast á dögum því að sá hluti hópsins flýtti sér heim á leið áður en allir voru klárir til heimferðar en höfðu vonandi áttað sig á er heim var komið, að forkeppni í Eurovisjon yrði ekki fyrr en á þriðjudeginum nk.

En við hin ( Ekki Eurovisjon aðdáendur ) tókum því rólega enda vissum við betur. Ferðin gekk mjög vel og viljum við í ferðanefndinni þakka þeim sem sáu sér fært að koma með og haft gaman af. Einnig hvetjum við félagsmenn að að nýta sér þá aðstöðu sem í boði er á Flösinni, en þar er gott hólf fyrir hestanna og hægt að fá keyptar veitingar enda tók vertin vel á móti okkur. Það stendur til að fara aðra ferð fljótlega á Flösina og verður það kvöldferð og verður sú ferð auglýst síðar.

Flosi

Flosi

Kveðja, Ferðanefnd Mána.