Fréttir

Folaldasýning Mána 2016

Folaldasýning Mána fór fram laugardaginn 12.mars sl.

Þátttaka var ágæt og ljóst að ræktun Mánafélaga er í góðum farvegi.

Kristinn Guðnason og Marjolijn Tiepen dæmdu folöldin og þökkum við þeim fyrir að koma hingað suðureftir í leiðinda veðri.

Úrslit urðu eftirfarandi:

Hestfolöld

1. Eldur frá Læk, rauðstjörnóttur. F. Blómi frá Ásmundarstöðum, M.Bóla frá Syðra-Skógarnesi. Eigandi/ræktandi: Björn Viðar Ellertsson

2. Vörður frá Njarðvík, rauður. F. Loki frá Selfossi, M. Gloría frá Hala. Eigandi/ræktandi: Brynjar Guðmundsson og Ásdís Adolfsdóttir

3. Tenor frá Litlalandi,brúnn. F. Konsert frá Korpu, M.Líf frá Syðstu-Fossum. Eigandi/ræktandi: Gunnarsson ehf

2016-03-12 19.31.31

Hryssur

1. Glóð fra Litlalandi, rauð. F.Sjóður frá Kirkjubæ, M. Solka frá Galtarstöðum. Eigandi/ræktandi: Gunnarsson ehf

2. Framför frá Ketilsstöðum, brún. F. Kjerúlf frá Kollaleiru, M. Framtíð frá Ketilsstöðum. Eigandi: Bjarni Stefánsson

3. Þota frá Keflavík, brún. F. Þytur frá Neðra-Seli, M.Hríma frá Grindavík. Eigandi/ræktandi: Jóhanna Harðardóttir

2016-03-12 19.44.05

Glæsilegasta folaldið var valið af dómurum kvöldsins, það var hún Glóð frá Litlalandi í eigu Gunnarssonar ehf.

2016-03-12 19.46.45

Við óskum eigendum folaldanna til hamingju með árangurinn.

Þökkum fyrir skemmtilegt kvöld.

Ræktunarnefndin – Binni, Þórir og Mummi