Fréttir

Folaldasýning Mána 2017

Folaldasýningin verður haldin föstudaginn 17. mars kl. 18 , ef næg þátttaka næst.

Skráning berist á netfangið bas@mitt.is (Brynjar Guðmundsson).

Eftirfarandi skal koma þarf fram við skráningu:

  • Nafn eiganda
  • Nafn folalds og uppruni
  • Litur
  • Upplýsingar um ætterni (faðir og móðir)

Skráningargjald er kr. 2000.- á folald.

Skráningu lýkur þann 10. mars

Dómarar verða Magnús Benediktsson og leynigestur.

Koma þarf folöldum í höllina eigi síðar en kl. 17:45 sýningardag.

Eftir sýninguna fáum við okkur eitthvað góðgæti á vægu verði og hlýðum á spjall eða spjöllum saman.

ATH! Þeir sem hafa áhuga að fá DNA sýni tekin úr sýnum hrossum geta haft samband á sama netfang eða í síma 899-8904 Brynjar Guðmundsson eða komið við í hesthúsinu. Alltaf kaffi á könnunni.

Starfsmaður Búnaðarfélags Suðurlands kemur til okkar seinna í vetur, ef næg skráning verður.

Ræktunarkveðja,

Binni, Tói og Kalli.