Fréttir

Frá ferðanefnd

Kæru Mánafélagar

Þar sem veðurguðirnir eru með dálítil læti svona í tilefni af komu sumars og því hefur verið ákveðið að færa sumardags reiðtúrinn í Flösina til laugardags.
Sörla- og Mánafélagar leggja af stað fylktu liði frá reiðhöllinni kl 14:00 og ríða í Flösina þar sem verður hægt að gæða sér á veitingum gegn vægu gjaldi á meðan fákarnir teygja úr sér í hólfinu góða. Þegar allir eru úthvíldir og mettir heldur hópurinn til baka. Létt og skemmtileg ferð fyrir alla.
Hlökkum til að sjá sem flesta