Fréttir

Frá ferðanefnd

Kæru Mánafélagar

Við viljum minna á komandi viðburðum á vegum ferðanefndar.

Fimmtudaginn 24. mars, skírdag, verður Fitja reiðtúrinn farinn. Hittumst spræk við félagsheimilið kl. 14:00 og ríðum saman útá Fitjar.

Laugardaginn 26. mars, ætlum við að ríða að Árnarétt sem er mikið hringlaga hlaðið mannvirki úr grjóti og stendur á Miðnesheiði milli Garðs og Sandgerðis . Lagt verður af stað frá reiðhöllinni kl 14:00.
Í réttinni ætlum við að vera með rjúkandi fiskisúpu til sölu fyrir litlar 1000 krónur sem greiðast á staðnum. Dásamleg til að gæða sér á áður en riðið verður heim á leið.
Hlökkum til að sjá sem flesta.

Sunnudaginn 3. apríl efnum við til messureiðar. Lagt verður af stað frá reiðhöllinni kl 12:30 og riðið að Útskálakirkju í Garði. Þar verður tilbúin rafmagnsgirðing fyrir fákana og kaffisopi fyrir þáttakendur.
Ef til vill tekur barnakór á móti okkur með söng í kirkjunni og heyrst hefur að félagsmaður ætli að fara með ritningalestur.