Fréttir

Reiðnámskeið á vegum fræðslunefndar

Eftirfarandi námskeið verða í boði á vegum fræðslunefndar í vetur. Athugið að verð miðast við að fullt verði í námskeiðin.

Rúna Einarsdóttir verður með námskeið 23.24. janúar, sjá auglýsingu.

Jóhann Ragnarsson verður með reiðnámskeið helgarnar 20.-21. febrúar og 27.-28. febrúar. Hægt er að velja um einkakennslu 4×30 mínútur verð kr. 16.000 eða tveir saman í hóp í fjögur skipti í 40 mínútur í senn en þá kostar námskeiðið 10.000 kr. á mann. Knapar þurfa að para sig sjálfir saman vilji þeir vera í hóp og gott að viðkomandi séu á svipuðum stað í hestamennskunni ef svo má að orði komast. Skráning á námseiðið hjá Jóa er hafin og fer fram hér á Sportfeng.

Ólöf Rún Guðmundsdóttir verður með keppnisnámskeið fyrir börn, unglinga og ungmenni sem stefna að þátttöku á t.d. Landsmót og eða Íslandsmót. Námskeiðið hefst í lok febrúar og stendur fram á sumar. Nánar auglýst síðar.

Ólöf Rún verður einnig með reiðnámskeið sem auglýst verða þegar nær dregur, líklega í mars/apríl.

Birta Ólafsdóttir verður með reiðnámskeið fyrir minna vön börn. Um er að ræða 6 skipti en námskeiði verður á laugardags- og sunnudagsmorgnum og hefst í byrjun mars. Verð kr. 5000 en þess má geta að Æskulýðsnefndin greiðir námskeiðið niður um 3000 kr. fyrir hvert barn. Skráning er hafin hér á Sportfeng.

Kveðja,

Fræðslunefnd

Birta og Helga Hildur