Fréttir

Frá gjaldkera

Kæru félagsmenn

Ég vil minna félagsmenn á að nú líður að eindaga á félagsgjöldum hjá þeim sem ekki hafa greitt félagsgjaldið.

Greiðsluseðlar eiga að vera í heimabönkum einstaklinga og dráttarvextir greiðast eftir eindaga.

Til að geta tekið þátt í leik og starfi félagsins þarf að vera skuldlaus við félagið.

Skuldlausir félagsmenn fá aðgang að Worldfeng sér að kostnaðalausu en til að hægt sé að virkja aðganginn þarf að hafa gilt netfang. Ef bæta þarf við eða breyta netfangi þá er hægt að senda mér póst á gjaldkeri@mani.is og ég virkja aðganginn.

Með kveðju

Þóra gjaldkeri