Fréttir

Frá reiðveganefnd

Ágætu Mánafélagar.

Núna eru að byrja framkvæmdir við nýjar byggingalóðir sunnan við Alex bílaleiguna og munu þær framkvæmdir standa fram á sumar. Af þeim sökum mun reiðvegurinn þar eyðileggjast og eðlilega verður erfitt að komast þar um á meðan á þeim framkvæmdum stendur. Verktakinn á að skila tilbúnum reiðvegi  að framkvæmdum loknum en sá vegur  mun liggja meðfram Reykjanesbraut ( sjá kort). Reiðveganefnd er búin að koma því á framfæri  við bæinn að hann komi þeim skilaboðum til verktaka að hann taki tillit til okkar eins og hægt er. Einnig munum við í nefndinni vera í sambandi við verktakann og bæinn sérsaklega vegna fyrirhugaðra ferða skv. dagskrá  ferðanefndar.

Fyrir hönd reiðveganefndar.
Stefán 895-6878

Nýr reiðvegur