Fréttir

Framhaldsaðalfundur Mána 2018

Framhaldsaðalfundur Mána 2018 fór fram þriðjudaginn 26.mars í reiðhöll Mána.

Reikningar voru lagðir fram og samþykktir. Einnig var borin upp lagabreyting sem var samþykkt.

Umræður voru fjörugar og allir sammála um að standa saman í að byggja upp og halda góðum anda í félaginu. Þátttaka í uppákomum félagsins hafa verið dræmar undanfarið og er það miður. Við verðum að standa saman og taka þátt í því sem boðið er uppá því annars er hætta á að félagið leggist af.

Stjórn félagsins vill biðja félagsmenn að aka varlega í hverfinu en borið hefur á því að keyrt sé of greitt í hverfinu.

Einnig vill stjórnin biðja eigendur hestakerra og vinnuvéla að geyma þær á þartilgerðum stæðum þar sem þær geta valdið slysahættu ef þeim er lagt í hverfinu.

Ónýtir númerslausir bílar og kerrur eiga ekki heima í hverfinu og eru eigendur vinsamlegast beðnir að fjarlægja sem fyrst.

Stjórnin