Fréttir

Framhaldsaðalfundur Mána – reikningar 2018

Kæru félagar

Framhaldsaðalfundur Mána fyrir árið 2018 fer fram þriðjudaginn 26.mars kl.20 í reiðhöll Mána.

Dagskrá fundarins:

 1. Reikningar 2018
 2. Lagabreytingar*
 3. Önnur mál

*Stjórn leggur til breytinga á fjölda aðalfunda félagsins þannig að aðalfundur Mána verði haldinn á haustin og að reikningsárið verði 1.okt-30.sept. Þar af leiðandi verði bara einn aðalfundur á ári í stað tveggja:

7.grein

Reikningsár félagsins er almanaksárið.  Árgjald félaga skal ákveða á aðalfundi árlega.  Skal það greiðast fyrir 1. febrúar ár hvert.

Breytt í: Reikningsár félagsins er október til september.  Árgjald félaga skal ákveða á aðalfundi árlega.  Skal það greiðast fyrir 1. febrúar ár hvert.

8.grein

Aðalfund skal halda  fyrir febrúar lok ár hvert og skal til hans boðað á sama hátt og getið er um í 6. grein hér að framan.  Sé um lagabreytingar að ræða þá skal þess sérstaklega getið í fundarboði og skal tekið fram hvaða grein á að breyta.  Endurskoðaðir reikningar félagsins skulu liggja frammi hjá formanni eða gjaldkera, félagsmönnum til athugunar, í sjö daga fyrir aðalfund.  Skýrsla stjórnar og reikningar félagsins skulu vera skriflegir og fjölritaðir á aðalfundi fyrir fundarmenn.

Dagskrá aðalfundar sé:

 1. Formaður setur fund og tilnefnir fundarstjóra og fundarritara.
 2. Formaður eða talsmaður stjórnar flytur skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins.
 3. Gjaldkeri les og skýrir reikninga félagsins sem skulu vera endurskoðaðir af kjörnum endurskoðendum og skal bera reikninga undir atkvæði.
 4. Kosin stjórn og varastjórn skv. 5. grein.
 5. Lagabreytingar.
 6. Ákvörðun félgasgjalda skv. 7. grein.
 7. Inntaka nýrra félaga.
 8. Önnur mál.

Breytt í : Aðalfund skal halda  fyrir nóvemberlok ár hvert…

Við hvetjum félaga til að fjölmenna á fundinn.

Stjórnin