Fréttir

LM 2004 sælla minningar

Viktoría Sigurðardóttir á landsmóti hestamanna 2004

Hestamannafélagið Máni úr Reykjanesbæ stóð sig vel á Landsmóti hestamanna sem haldið var á Hellu árið 2004. Félagið sendi 4 fulltrúa í hvern flokk en um 90 knapar tóku þátt í hverjum flokki. 25 efstu hestar eftir forkeppni komust áfram í milliriðil. Eftir forkeppni átti félagið 4 knapa í barnaflokki, 1 í unglingaflokki, 2 í ungmennaflokki, 2 í B-flokki gæðinga og 2 í A-flokki gæðinga.

Máni átti tvö börn í A úrslitum í barnaflokki en Ásmundur Ernir Snorrason var í 3. sæti og Viktoría Sigurðardóttir í 6. sæti. Í Unglingaflokki var Camilla Petra Sigurðardóttir í B úrslitum og hafnaði í 10. sæti. Í ungmennaflokki var Elva Björk Margeirsdóttir í B úrslitum og hafnaði í 12. sæti. Í B flokki gæðinga áttum við tvo hesta, Sæla frá Skálakoti sem var í 3. sæti og Bruna frá Hafsteinsstöðum sem var í 5. sæti. Í A flokki gæðínga átti Máni hest í 6. sæti, Skuggabaldur frá Litla Dal. Sveinbjörn Bragason tók þátt í töltkeppni þar sem 30 hæstu töltararnir á landinu tókust á og endaði hann í 14. sæti á Surtsey frá Feti og var þetta mjög góður árangur.

Einnig átti Máni glæsilega fulltrúa í kynbótahrossunum, þar á meðal meri í 5 vetra flokki, Virðingu frá Hala en hún hafnaði í 4. sæti, í 6 vetra flokki átti Máni meri sem var í 2. sæti, Samba frá Miðsitju og í 7 vetra og eldri flokki átti félagið meri sem var í 4. sæti, Nótt frá Oddsstöðum I.

Brynjar Vilmundarson á Feti gerði góða hluti með kynbótahross, einnig var stóðhestur hans Kraflar frá Miðsitju efstur til heiðursverðlauna fyrir afkvæmi en Brynjar var einnig með ræktunarbússýningu á mótinu sem vakti mikla athygli.

En þegar einu móti lýkur þá tekur annað við og eru Mánafélagar nú á fullu að undirbúa Íslandsmót sem haldið verður á Mánagrund dagana 22-25 júlí n.k. og er það stefna Mánafélaga að halda hér glæsilegt mót og ætla má að hátt í 2000 manns heimsæki Suðurnesin þessa helgi.