Fréttir

Frumtamningarnámskeið hjá Ólöfu Rún

Ólöf Rún Guðmundsdóttir

Frumtamningarnámskeið 

Haldið verður frumtamningarnámskeið á Mánagrund í haust sem hefst þann 14. september ef næg þátttaka fæst. Kennari verður Ólöf Rún Guðmundsdóttir. Námskeiðið verður í 4 vikur, kennt 3 daga í viku. Hver þátttakandi mætir með sitt eigið trippi sem er orðið bandvant.

Haustið er ákjósanlegur tími í frumtamningar og því er um að gera að nýta sér tækifærið og taka inn trippin, gera þau reiðfær undir leiðsögn og hafa kost á því að geta gefið þeim haustfrí eftir það áður en lengra er haldið með þau.

Námskeiðslýsing: Verklegir tímar og sýnikennsla.

Kennt verður á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum í Mánahöllinni.

3-4 verða í hverjum hóp.

Verð: 30.000

Skráning fer fram hér á Sportfeng.

Fræðslunefnd