Fréttir

Fundargerðir aðalfundar 2017 og framhaldsfundar 2018

Aðalfundur Mána 2017

Haldinn í reiðhöll Mána þriðjudaginn 21.nóvember 2017 kl.20.00.

Í stjórn eru Gunnar Eyjólfsson formaður, Þóra Brynjarsdóttir gjaldkeri, Lóa Bragadóttir ritari, Gunnlaugur Björgvinsson og Gunnar Auðunsson. Varamenn eru Pétur Bragason og Sigurður Kolbeinsson.

Gunnar formaður setur fundinn, tilnefnir Snorra Ólason sem fundarstjóra og Birtu Ólafsdóttur fundarritara. Samþykkt. Mættir eru um 30 félagsmenn á fundinn.

  1. Formaður les skýrslu stjórnar og nefnda, Helga Hildur les skýrslur mótanefndar og fræðslunefndar. Stefán les upp skýrslu reiðveganefndar, Gunnhildur Vilbergs les upp skýrslu skemmtinefndar ásamt tilraunaverkefni kvennanefndar, Hrossablótið. Rætt um skýrslur og þær samþykktar. Rætt um að skýrslur nefnda og stjórnar ásamt fundargerð fari á Mánasíðuna eftir fundinn.
  2. Farið yfir keppnisárangur og knapar verðlaunaðir fyrir góðan árangur. Það voru þau : Ásmundur Ernir Snorrason, Bergey Gunnarsdóttir, Helena Rán Gunnarsdóttir, Glódís Gunnarsóttir, Signý Sól Snorradóttir og Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir. Ásmundur var einnig valinn íþróttamaður Mána 2017 fyrir einstaklega góðan árangur á árinu.
  3. Kosning stjórna og nefnda. Gunnar formaður gaf kost á sér sem formanni í eitt ár í viðbót og var það samþykkt, Gunnlaugur Björgvinsson gengur úr stjórn en inn koma fyrrum varamenn Pétur Bragason og Sigurður Kolbeinsson. Sigmar Björnsson var kosinn sem varamaður og Gunnar Auðunsson færist úr aðalstjórn og verður varamaður. Samþykkt.

Æskulýðsnefnd : Ólafur Róbert Rafnsson og Lilja Skarphéðinsdóttir.

Reiðhallarnefnd: Úlfhildur Sigurðardóttir, Kristín Þórðardóttir, Birta Ólafsdóttir, Gunnar Auðunsson og Francizska Ledergerber.

Kvennanefnd: Halla Sigurðardóttir, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Gunnhildur Vilbergsdóttir og Ásta Hartmansdóttir.

Skemmtinefnd óbreytt : Gunnhildur Vilbergsdóttir og Gunnlaugur Björgvinsson.

Ræktunarnefnd verður lögð niður þar sem enginn fékkst til að taka þá nefnd að sér og lítið um áhuga fyrir starfi hennar. Stjórn sér um að veita ræktunarverðlaun.

Ekki fékkst fólk í móta- og ferðanefnd, því var vísað til stjórnar að finna fólk í þær.

  1. Lagt var til að félagsgjöld yrðu óbreytt, samþykkt.
  2. Tillaga um lagabreytingar. Gerðar voru tillögur að breytingum á lögum félagsins.

Breyting á greinum 7 og 9 og tillaga um að fella út grein 8. Voru þær samþykktar en þó með þeim fyrirvara ef hægt væri samkvæmt lögum félagsins að þessi tiltekni fjölda félagsmanna sem mættur var á fundinn væri nægur til að samþykkja login. Annars verður þeim breytt á næsta aðalfundi í febrúar 2018.

  1. Ræktunarviðurkenningar. Freyja frá Vöðlum hlaut ræktunarverðlaun Mána 2017 en ræktendur eru Margeir Þorgeirsson og Ástríður Guðjónsdóttir.
  2. Önnur Mál. Helga Hildur vill að þeir sem standi að uppákomum á vegum félagsins þurfi ekki að standa í að rukka fólk sem stendur í skuld við félagið en vilji taka þátt í uppákomum. Gjaldkeri tekur þetta til sín og ætlar að skoða þetta.

Ásta Hartmannsdóttir spyr hvernig fyrirkomulag er á rúllustæði, hver sé með hvaða part af stæðunum svo að hægt sé að geyma þar rúllur. Henni bent á að tala við Viðar, Jens eða Friðbjörn. Rætt einnig um umgengni þar og að það þurfi að taka til að svæðinu.

Sigmar saknar ræðupúltsins úr félagsheimilinu.

Claudia þakkar fyrir umhverfisdaga sem voru í vor þar sem félagið lét setja gáma á svæðið og fólk gat tekið til í hesthúsum sínum og umhverfi. Vill þó fá meiri fyrirvara næst svo hægt sé að nýta tiltektina betur. Finnst líka frekar mikið rusl á kerrustæðum og lóðapúðum.

Rætt um reiðhöllina og hvað sé búið að gera fyrir hana. Búið er að setja upp kortalesara þar sem fólk getur keypt kort til að komast inn í reiðhöllina. Kortin mun kosta 2000kr og verður afhent á næstu vikum. Skilagjald verður á kortinu 1500kr.

Helga Hildur kemur með hugmynd um hvort hægt sé að setja upp ljós utan á höllinni sem gæfi til kynna hvort höllin sé laus eða upptekin.

Ólafur Róbert spyr hvernig staðið sé að nýliðum í félaginu, hvort hægt sé að tengja það við nám/fræðslu í grunn- eða Fjölbrautarskólann eins og gert er í Skagafirði og Selfossi.

Stefán segir frá reiðvegaþingi sem hann sótti í haust þar sem Kortasjá reiðvega var kynnt. Vill fá þrýstihóp til að fá fjármagn í reiðvegi.

Hann lagði jafnframt til að dagskrá félagsins yrði betur skipulögð, að nefndirnar verði í meiri samvinnu svo að viðburðir verðu ekki skipulagðir ofan í hvern annan.

Fundi slitið um kl.22.00

Framhaldsaðalfundur haldinn í Reiðhöllinni 28.Febrúar kl.20.00 2018.

Dagskrá:

  1. Ársreikningur Hestamannafélagsins árið 2017.
  2. Önnur mál.

Gunnar Formaður setti fundinn og kosinn var fundarstjóri. Birta Ólafsdóttir var kosinn fundarstjóri.

Þóra Brynjarsdóttir gjaldkeri félagsins fer yfir reikninga félagsins.

Reikningarnir voru samþykktir samhljóða af fundarmönnum.

Önnur mál Gunnar Eyjólfsson kom með fána félagsins sem Viðar Jónsson hafði til varðveislu og er einn af fyrstum fánum félagsins en ekki er vitað frá hvaða ári hann er.

Rætt var um beitarmál félagsins og óskaði Úlfhildur Sigurðardóttir eftir að haldinn verði félagsfundur varðandi þessi mál.

Samþykkt var á fundinum að skipa fólk varði þetta mál og kom tillaga um Snorra Ólason, Sigmar Björnsson, Úlfhildi Sigurðardóttur,Pétur Bragason og Birtu Ólafsdóttir.

Að þau mundu setja saman beinagrind varðandi beitamálið og skýra síðan frá niðurstöðum.

Gunnar Eyjólfsson óskaði eftir fólk í ferðanefnd og mótsnefnd.

Í ferðanefnd gáfu kost á sér Pétur Bragason, Þorgeir Margeirsson og Stefán Sigurðsson.

Engin fékst í Mótanefnd en er það í skoðun.

Formaður rædd um vatnsgjald í reiðhöllinni sem hefur hækkað  mikið frá síðast ári.

Formaður fer á fund hjá Reykjanesbæ varðandi að bærinn taki þátt í kostnaði varðandi reiðhöllina.

Kristín Þórðardóttir sagði frá hugmynd sem hún og Gunnhildur Vilbergsdóttir hafa verið að vinna að sambandi við auglýsingar á þaki reiðhallarinnar og er vinnan í fullum gangi.

Reiðhallanefnd fær hrós fyrir gott skipulag og góða  vinnu í reiðhöllinni.

Framkvæmdir standa yfir í reiðhöllinni og eru Borgar Jónsson og Gunnar Halldórsson sem sjá um þessar framkvæmdir og er þeim þakkað fyrir vel unnin störf.

 

Spurning kom frá Þorgeiri Margeirssyni hvort að stjórnin hafi kannað kostnað varðandi vökvunar græjur í höllina. Það er í skoðun.

Gunnar formaður sagði að stjórnin hafi fest á kaup á gamalli dráttavél á krónur 500.000.

Spurning barst frá Guðrúnu Vilhjálmsdóttur varðandi svæðið hjá hjöllunum.

Stjórnin óskaði eftir að Guðrún mundi setja saman nefnd um svæðið og gæti nefndin farið í framkvæmdir með vorinu. Þetta svæði er kjörið fyrir hestafólk.

Í nefndinni með Guðrúnu eru Friðbjörn, Gunnar Auðuns, Gunnhildur Gunnars. og Halla Sigurðardóttir.

Á fundin mættu 38 félagsmenn.

Fleira ekki gert og fundi slitið.