Fréttir

Fyrsta vetrarmót Mána

Fyrsta vetrarmót Mána fer fram sunnudaginn 28. janúar. Keppt verður í tölti og eiga knapar að sýna hægt tölt og fegurðartölt. Riðið er upp á vinstir hönd (ekki snúið við).

Dagsrkáin er eftirfarandi:

kl. 13:00 í Reiðhöll

Pollar teymdir

Pollar ríðandi

kl. 14:00 á hringvelli (ef veður leyfir)

Barnaflokkur

Unglingaflokkur

Ungmennaflokkur

Minna keppnisvanir

Opinn flokkur

 

Mótið er eingöngu fyrir skuldlausa Mánafélaga. Hver keppandi má aðeins skrá sig í einn flokk. Skráning fer fram í reiðhöllinni á sunnudaginn frá kl. 12:45-13:30. Skráningargjald er krónur 1.500 og greiðist við skráningu. Minnum á að reglur um íþróttakeppni gilda á vetrmótunum.

Vonumst til að sjá sem flesta og munum að hafa gaman saman

Kveðja,

Mótanefnd