Fréttir

Fyrsta vetrarmót Mána

Fyrsta vetrarmót Mána fer fram laugardaginn 7. febrúrar.

Boðið verður upp á keppni í eftirtöldum flokkum í þessari röð:

Í Mánahöll:
Kl. 13:00 Pollar – teymdir
Kl. 13:20 Pollar – ríðandi

Hringvöllur kl. 14:00
Barnaflokkur
Unglingaflokkur
Ungmennaflokkur
Kvennaflokkur
Opinn flokkur

Mótið er ætlað skuldlausum félögum í hestamannafélaginu Mána. Hver keppandi má aðeins skrá sig í einn flokk. Skráningagjald er kr. 1000 en Helga Hildur tekur við skráningum og greiðslum frá kl. 12:30 í Mánahöll.

Mótanefnd vonast eftir að sjá sem flesta á laugardaginn.