Fréttir

Gluggar og Gler deild Spretts

góður árangur Mánamanna.

Gluggar og Gler deild Spretts er mótaröð áhugamanna í anda Meistaradeildarinnar. Fjórir Mánamenn þeir Gunnar Eyjólfs, Jón Steinar, Sunna og Tinna stofnuðu liðið Kælingu en liðið stóð sig með eindæmum vel í fjórgangi í gær og er liðið í 2.- 3. sæti eftir fyrstu umferð mótsins. Jón Steinar og Veröld frá Grindavík komust í 7 manna úrslit og höfnuðu í 3. sæti. Sannarlega glæsilegur árangur. Mánamenn fjölmenntu í Sprettshöllina enda mótið hið skemmtilegasta. Miðvikudaginn 18. febrúr verður keppt í fimmgangi og hefst mótið kl. 19:00. Áfram Kæling.