Fréttir

Haustfagnaður Æskulýðsnefndar Mána

Haustfagnaður Æskulýðsnefndar Mána var haldinn á Kaffi DUUS í dag. Öllum börnum og foreldrum var boðið upp á kjúklingasúpu. Veittar voru viðurkenningar fyrir þátttöku á viðburðum á vegum æskulýðsnefndarinnar. Kara, Þórhildur, Sóldís, Ólafur, Klara, Glódís, Gyða, Sandra, Bragi, Helena og Bríet hlutu öll viðurkenningu fyrir frábæra þátttöku en þau mættu á alla viðburði á vegum æskulýðsnefndarinnar veturinn 2015.
Bergey var valin fyrirmynd æskunnar 2015.
Allir pollar fengu að lokum viðurkenningu fyrir góða mætingu.