Fréttir

Hestaþing Mána og úrtaka

fyrir Landsmót 2014. Breyting á dagsetningu

Mánaþing 2014

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna verður því miður að færa Hestaþing Mána og úrtöku fyrir Landsmót 2014. Fyrirhugað var að hafa Hestaþingið og úrtökuna 7-8 júni en ákveðið hefur verið að færa mótið fram á þann 29 maí sem er Uppstigningadagur. Mótið mun hefjast um eða eftir hádegi þann dag ef að líkum lætur. Við vonum að þessi breyting henti ekki illa en þetta er nauðsynlegt í ljósi aðstæðna sem komnar eru upp.

Kveðja frá Mótanefnd Mána