Fréttir

Hestaþing Mána og úrtaka fyrir Landsmót

Hestaþing Mána (lokað mót) og úrtaka fyrir Landsmót fer fram á Mánagrund 28. og 29. maí. Boðið verður upp á eftirfarandi flokka:

A flokkur

A flokkur áhugamanna

B flokkur

B flokkur áhugamanna

Tamningaflokkur (velja annað á Sportfeng)

Ungmennaflokkur

Unglingaflokkur

Barnaflokkur

Pollaflokku (velja Smali á Sportfeng)

 

Skráning er hafin á Sportfeng og stendur til miðnættis 24. maî. Skráningar gjaldið er 5000 kr. í alla flokka nema tamningaflokk (3500) og pollaflokk (2000).  Þeir sem ætla að skrá sig í áhugamannaflokka, tamningaflokk og pollaflokk velja Hestaþing Mána áhugamenn, aðrir velja Hestaþing Mána. Boðið verður upp á aðra umferð vegna úrtöku og kostar hún 5000 kr. fyrir hvern hest. Komi upp vandamál við skráningu má hafa samband við Helgu Hildi s. 8481268

Mótið er eingöngu fyrir Mánafélaga og að sjálfsögðu þurfa þeir að vera skuldlausir gagnvart félaginu.

Kveðja,

Mótanefnd