Fréttir

Hestaþing/úrtaka Mána 2018

2.-3.júní nk er komið að Hestaþingi Mána sem jafnframt er úrtaka fyrir landsmót, en Máni hefur rétt á að senda 3 fulltrúa á Landsmót.

Opnað hefur verið fyrir skráningar á sportfeng. Skráningarfrestur er til miðnættis miðvikudagsins 30.maí.

Boðið verður uppá 2 umferðir í úrtöku (skráning á staðnum) en fyrri umferð gildir í úrslit.

Að þessu sinni ætlum við að bjóða uppá opna töltkeppni fyrir þá sem ætla að reyna við landsmótseinkunn ef næg þátttaka fæst.

Eftirtaldir flokkar verða í boði:

  • A-flokkur (gæðingaflokkur 1)
  • B-flokkur (gæðingaflokkur 1)
  • Barnaflokkur
  • Unglingaflokkur
  • Ungmennaflokkur
  • A-flokkur áhugamanna (gæðingaflokkur 2)
  • B-flokkur áhugamanna (gæðingaflokkur 2 )
  • Tölt meistaraflokkur
  • Tamningaflokkur f.hross 5 vetra og yngri. Skráning á mani@mani.is til föstudagskvölds.

Skráningargjald er 5000kr á hverja skráningu, einnig ef farin verður 2.umferð í úrtöku þarf að greiða skráningargjald.

Tamningaflokkur 3000kr.

Eigendur hesta í úrtöku hjá Mána þurfa að vera skráðir félagsmenn og skuldlausir við félagið.

Stjórnin