Fréttir

HS Orka styrkir vetrarmótaröð Mána

HS Orka og Hestamannafélagið Máni hafa undirritað samning þess efnis að vetrarmótaröð Mána 2016 muni bera nafn HS Orku.  Fyrsta mótið í vetrarmótaröð HS Orku og Mána fer fram laugardaginn 6. febrúar en þá verður keppt í tölti.
Alls verða þrjú mót í mótaröðinni og safna keppendur stigum í hverri keppni. Föstudaginn 19. febrúar verður keppt í smala og 5. mars verður þrígangur.
Ásgeir Margeirsson forstjóri HS Orku og Helga Hildur Snorradóttir fulltrúi mótanefndar Hestamannafélagsins Mána undirrituðu samstarfssamninginn í glæsilegri reiðhöll hestamannafélagsins. Á myndinni eru auk Ásgeirs og Helgu Hildar þær Ólöf Rún Guðmundsdóttir og 17 vetra merin Sónata sem sá til þess að allt færi vel fram.