Fréttir

Íþróttamót Mána – skráning hafin

Opið íþróttamót Mána fer fram á Mánagrund í Reykjanesbæ helgina 25.-26. apríl. Stefnt er að stórglæsilegu móti enda vor í lofti. Boðið verður upp á eftirfarandi greinar:

 Meistaraflokkur: Fjórgangur V1 – Tölt T2 – Tölt T3 – Fimmgangur F1 – Gæðingaskeið

1.flokkur: Fjórgangur V2-Tölt T3-Tölt T4-Fimmgangur F2-Gæðingaskeið

2.flokkur: Fjórgangur V2-Tölt T3 – Tölt T4 -Tölt T7 – Fimmgangur F2 – Gæðingaskeið

Ungmennaflokkur: Fjórgangur V2-Tölt T3 – Tölt T4 – Fimmgangur F2 – Gæðingaskeið

Unglingaflokkur: Fjórgangur V2-Tölt T3 – Fimmgangur F2 – Gæðingaskeið

Barnaflokkur: Fjórgangur V2-Tölt T3

100m skeið (flugskeið)

 Fimm dómarar munu dæma á mótinu. Skráning er hafin á Sportfeng.com en lokað verður fyrir skráningu á miðnætti þriðjudaginn 21. apríl. Skráningargjald er kr. 4000 fyrir hverja grein. Mótanefnd áskilur sér rétt til að sameina og/eða fella niður greinar og flokka ef ekki næst nægileg þátttaka.

Ath að ef greitt er með millifærslu þá verður að setja pöntunarnúmer sem tilvísun og senda póst á: hmfmani@gmail.com  Ef greiðsla hefur ekki borist þá er keppandi ekki skráður á mótið. Komi upp vandamál er hægt að hafa samband við Helgu Hildi s. 848-1268 og Bjarna s. 866-0054.