Fréttir

Karla- og kvennatölt 13. mars kl. 18:00

Karla- og kvennatölt 13. mars kl. 18:00

Hið árlega karla- og kvennatölt verður haldið í Mánahöllinni föstudaginn 13. mars og hefst keppni kl. 18:00. Keppt verður í eftirfarnadi flokkum í þessari röð:

Konur 3. flokkur – fegurðartölt, riðið upp á vinstri hönd.
Konur 2. flokkur – hægt tölt og fegurðartölt, riðið upp á vinstri hönd.
Karlar 2. flokkur – hægt tölt og fegurðartölt, riðið upp á vinstri hönd.
Konur 1. flokkur – hægt tölt, snúið við, hraðabreytingar og fegurðartölt.
Karlar 1. flokkur – hægt tölt, snúið við, hraðabreytingar og fegurðartölt.

Hlé – Gómsæt súpa og brauð til sölu á 1000 kr. Ýmislegt annað góðgæti verður til sölu á vægu verði.

B – úrslit
A – úrslit

Ráslistar og nánari tímasetningar verða birtar á heimasíðu Mána á föstudag.

Skráning fer fram í Mánahöllinni miðvikudaginn 11. mars og fimmtudaginn 12. mars frá
kl. 17:30-18:30 báða dagana. Skráningargjald er kr. 2500. Mótið er ætlað skuldlausum félagsmönnum. Aldurtakmark er 22 ár.

Þema: Klútar, slæður, slifsi og slaufur

Nú er um að gera að fjölmenna á mótið og taka þátt og hafa gaman saman.

Hlökkum til að sjá ykkur,
Mótanefnd og Kvennadeild