Fréttir

Karla og kvennatölt Mána 2019

Mánamenn til sjávar og sveita nú þurfa piltar og stúlkur að fara að bretta upp ermarnar og girða sig í brók  því skemmtilegasta mót ársins verður haldið í Mánahöllinni þann 23 mars næstkomandi.  Karla og kvennatölt Mána hvorki meira né minna.  Nú þurfa allir að fara að æfa stíft.  Keppt verður í 3 flokkum hjá stelpunum og 2 hjá strákunum. Skráning er hafin hér á  sportfengur.com og lýkur fimmtudaginn 21 mars.  skráningargjald er kr 3.500

Glæsileg verðlaun verða í boði sem verða auglýst nánar síðar.

Súpa og brauð ásamt léttum veitngum gegn vægu gjaldi á staðnum og einnig verður boðið upp á heimsfrægt söngvaskáld sem mun skemmta okkur eftir mót.  Einnig mun mótanefndin kveða rímur eftir óskum gesta.

 

Stelpuflokkarnir heita:

T3 opinn flokkur 1 flokkur,    (hægt tölt, snúið við hraðabreytingar og hratt tölt)

T7 opinn flokkur 2 flokkur   (hægt tölt og snúið við frjáls ferð á tölti)

T8 opinn flokkur 3 flokkur ( frjáls ferð,snúið við og frjáls ferð)

Strákaflokkarnir heita:

T3 opinn flokkur Meistaraflokkur  (hægt tölt, snúið við hraðabreytingar og hratt tölt)

T7 opinn flokkur Meistaraflokkur  (hægt tölt og snúið við frjáls ferð á tölti)