Fréttir

Karla- og kvennatölt – úrslit

Karla- og kvennatölt Mána fór fram í Mánahöllinni föstudaginn 18. mars. Mótið var opið að þessu sinni og þökkum við sérstaklega þeim knöpum sem lögðu leið sína suður með sjó fyrir komuna. Mótið var stórskemmtilegt í alla staði og skráning góð. Heppnir knapar fóru heim með óvæntan glaðning en dregið var í happadrætti við mótslok. Meðal vinninga voru folatollar undir Kjarna frá Þjóðólfshaga og Spöl frá Njarðvík, hestavörur frá Byko, járning frá Högna járningameistara, heyrúlla, spónn og gjafabréf á Kaffi DUUS. Við þökkum öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn við framkvæmd mótsins kærlega fyrir hjálpina sem og keppendum fyrir þátttökuna.
Sjáumst að ári. Kveðja,
Mótanefnd og Kvennadeild Mána.
Úrslit mótsins voru eftirfarandi:
Karlar 1. flokkur – styrktur af Mannverki
1. Högni Sturluson og Ýmir frá Ármúla 8,0
2. Ásmundur Ernir Snorrason og Frægur frá Strandarhöfuð 7,8
3. Snorri Ólason og Erill frá Ásbrú 7,2
4. Hafsteinn Rafn Guðlaugsson og Skálmöld frá Eystra-Fróðholti 6,7
5. Gunnar Eyjólfsson og Flikka frá Brú 6,5
6. Jón Steinar Konráðsson og Gáski frá Strönd 6,2
7. Sigurður Kolbeinsson og Prins frá Skúfslæk 6,0
Konur 1. flokkur – styrktur af Isavia
1. Sara Sigurbjörnsdóttir og Jörð frá Koltursey 7,0
2. Ólfö Rún Guðmundsdóttir og Dögun frá Haga 6,7
3. Lára Jóhannsdóttir og Gormur frá Herriðarhóli 6,7
4. Sunna Sigríður Guðmundsdóttir og Magni frá Spágilsstöðum 6,7
5. Hrönn Ásmundsdóttir og Rafn frá Melabergi 6,5
6. Valka Jónsdóttir og Þyrla frá Gröf 6,3
7. Stella Sólveig Pálmarsdóttir og Sóley frá Efri-Hömrum 6,3
Karlar 2. flokkur – styrktur af Gunnarsson ehf.
1. Borgar Jónsson og Vænting frá Ásgarði 7,0
2. Viðar Jónsson og Aðaldís frá Síðu
3. Rúrik Hreinsson og Bubbi frá Þingholtum 6,5
4. Bergur Óli Þorvarðarson og Frá frá Feti 5,8
5. Haraldur Valbergsson og Þruma frá Norðurhvoli 5,8
6. Hlynur Kristjánsson og Neisti frá Háholti 5,3
Konur 2. flokkur – styrktur af Bjarna málara ehf.
1. Valgerður Valmundsdóttir og Fenja frá Holtsmúla 6,8
2. Þórhalla Sigurðardóttir og Vífill frá Síðu 6,5
3. Tara Línudóttir og Kilja frá Lágufelli 6,0
4. Linda Helgadóttir og Geysir frá Læk 5,8
5. Kolbrún Ósk Ásgeirsdóttir og Sýking frá Keflavík 5,5
6.. Guðrún Vilhjálmsdóttir og Röst frá Mosfellsbæ 5,2