Fréttir

Keppnisnámskeið fyrir börn, unglinga og ungmenni

Keppnisnámskeið hjá Ólöfu Rún fyrir börn, unglinga og ungmenni hefst mánudaginn 28. febrúar. Kennt verður á mánudögum en um er að ræða 8 skipti þar sem tveir verða saman í hóp. Hver tími er 45 mínútur. Námskeiðið kostar kr. 21.000 en skráning er hafin hér á Sportfeng og stendur til og með 23. febrúar.

Fræðslunefnd býður einnig fullorðnum knöpum upp á einkatíma hjá Ólöfu Rún. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við Ólöfu í síma 845-3914.

Kveðja,

Birta og Helga Hildur