Fréttir

Keppnisnámskeið

Keppnisnámskeið hjá Önnu og Friffa er fyrir alla sem hafa áhuga á að bæta sig og hestinn sinn í keppni. Um er að ræða 6×35 mínútna einkatíma. Í fyrsta tíma er knapinn tekinn upp á video á hestinum sínum og farið yfir þær breytingar sem gera þarf. Í næstu tímum er lögð áhersla á t.d. ásetu, stjórnun, form, takt, hraða og annað sem viðkemur því prógrami sem verið er að æfa. Knapi fær verkefni með sér heim sem þarf að vinna í fyrir næsta skipti. Í síðasta tímanum er aftur tekið video og afraksturinn skoðaður. Kennt verður á mánudögum og hefst námskeiðið 2. mars og lýkur 13. apríl. Verð 25.000 kr. Skráningu lýkur fimmtudaginn 26. febrúar.