Fréttir

Kerruferð í Kópavog

Frá ferðanefnd Mána,

Þann 9. maí stendur til að fara í kerruferð í Sprett í Kópavogi og fara þaðan ríðarndi í Hafnarfjörð í gegnum Heiðmörk.  Það er gaman fyrir fyrir okkur að sjá nýtt umhverfi, þarna eru flottar reiðleiðir í gegnum hraun og skóga.  Við gerum ráð fyrir að fólk sameinist í reiðhöll Sörla og verður þar boðið upp á kaffi/meðlæti gegn gjaldi.

Lagt verður af stað kl. 13:00 frá reiðhöllinni.  Það fer bíll sem tekur 13 hesta og kostar farið kr. 3.000.- per hest.  Ef einhverjir eiga laust pláss í sinni kerru þá væri vel þegið að þeir myndu bjóða öðrum að nýta það.

Það er auðvitað skemmtilegast að sem flestir eigi kost á að koma með.

Það er nauðsynlegt að fólk skrái sig fyrir kl. 19:00  á fimmtudaginn 7. maí, til að koma öllum með  Fyrstir koma, fyrstir fá.  Skráning er hjá Stefáni í síma 895-6878.